top of page

SÝNINGAR

IMG-6368.jpg

TIGN

 

Snædís Högnadóttir eða Sogna var með einkasýninguna TIGN í Listasmiðju Slippbarsins frá 11. janúar - 25. janúar 2024

 

Verk Sogna á sýningunni TIGN voru flest innblásin af tignarleika og fegurð fjallanna sem draga fram kraftmiklar tilfinningar sem finna mátti í titlum verkanna. Fjöllin eru full af dulúð og óvissu, ást og hetjudáð, þar sem ótroðnar slóðir einkenna lífsins veg. Við förum öll okkar leiðir, stundum með fjöllin á herðum okkar. Flest þurfum við að klífa nokkra tinda á vegferðinni, en fegurðin er alltaf til staðar.

bottom of page