top of page

UM SOGNA

Snædís Högnadóttir er fædd í Vestmannaeyjum en uppalin í Kópavogi.
Hún kemur af listamannafjölskyldu og hefur listin alltaf blundað í henni. Sem barn teiknaði hún og málaði mikið, skrifaði ljóð og sögur og hannaði föt. Þegar sköpunarhæfileikum er ekki sinnt mun þörfin alltaf brjótast fram á einhverjum tímapunkti í lífi listamannsins og hefur Snædís nú sinnt listinni síðastliðin ár.

 

Snædís sækir innblástur úr litum og fegurð náttúrunnar, lífsreynslunni og tilfinningum. Náttúran er stórkostlega mögnuð og skapar hún hvert verk með því að blanda saman náttúru við eigin reynslu og tilfinningar.

 

Listamannanafnið artbysogna kemur úr nafni Snædísar, en einnig frá orðinu SOGNA sem er ítalskt orð yfir drauma.  Hún var lengi að ákveða listamannanafn þar til  hún var stödd í lítilli hönnunarbúð í Sirmione á Garda í Ítalíu. Þar kom hún auga á lítið leirlistaverk sem á stóð SOGNA, greip hún þetta sem tákn um að nota þetta listanafn og láta draumana rætast um leið. 

Snædísi langar að skapa verk sem tala til áhorfandans, á þann hátt að áhorfandinn tengist því og heyri í því. Þá á hún við eitthvað dýpra en að honum líki við verkið, heldur að verkið grípi áhorfandann á réttu augnabliki á þeim andlega stað sem hann er á þá stundina.


Þegar Snædís vinnur að verkum stjanar hún við hvert verk þar til verkið hefur fundið sína rödd.

Snædís Högnadóttir
bottom of page